Tónleikarnir með Kaleidoskop gengu vel, allavega má segja að allir hafi skemmt sér vel við að spila. Eftir tónleikana var farið niður í kjallara á barinn og undir lokin vorum við nokkur farin að spila grúví tónlist, stjórnandinn (á fiðlu), víóluleikarinn úr kvartettinum hennar Elfu og fiðlustelpa sem ég man ekki hvað heitir tóku löginn og ég sá um grúvið. Saxafónleikari nokkur sem er kærasti Lísu sem er einmitt í kvartettinum hennar Elfu gat ekki setið kjurr og notaði stól sem trommusett...þetta var orðið gæðaband! :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli