Við Eva (sem myndum dúóið "The Slide Show Secret") spiluðum á litlu festivali í gær. Festivalið er í úthverfi Berínar og er einungis með nýja tónlist.
Við spiluðum okkar þrjú standard repertoir verk sem eru:
Ingi Garðar Erlendsson: Molar
Helmut Zapf: Winter
Steingrímur Rohloff: Archityp
Svo vorum við neydd til að spila tvö verk eftir Berlínarbúa, sitthvort sólóstykkið. Ég hef aldrei spilað jafnmikið drasl en komst nú samt vel frá því sjálfur og tónskáldið var rosalega happý. Í raun voru allir rosalega ánægðir með okkur.
Helmut Zapf er sá sem heldur utan um þetta festival en eftir tónleikana sagði hann við okkur að hann hefði oft heyrt verkið sitt spilað en aldrei svona vel og sagði meira að segja að hann hafi næstum farið að gráta. Ég var nú ekki alveg að átta mig á að þetta hafi verið svona gott, en er feginn að fólk fílaði okkur. Við hneigðum okkur 5 sinnum, þetta var að verða efni í aukalag en við vorum ekki alveg viðbúin þessum æðislegu móttökum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli