Á föstudaginn verða litlu tónleikarnir okkar. Við höfum bara auglýst þá með fjölda e-mail á Íslendingafélagið og á fjölda e-mail á alla kontakta sem þeir höfðu hjá tónleikastaðnum (sem er ekki opinber staður).
Kannski kemur ekki ein sála og kannski koma einhverjir en þetta hefur allavega haldið manni við efnið.
Á mánudaginn fáum við bílaleigubíl og þá verður keyrt um Þýskaland í 2-3 daga og svo heim til íslands og farið beint í útileigu. Stefnan verður sett á Dresden til að byrja með og svo vonandi fáum við gistingu á sveitamóteli en okkur finnst það eiginlega meira sjarmerandi en að gista í borginni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli