Sprengja í Potsdam
Yfirvöld í Berlín fluttu 12 þúsund manns á brott og lokuðu lestarstöð í Potsdam úthverfinu í morgun á meðan sprengjusérfræðingar unnu að því að gera sprengju úr seinni heimstyrjöldinni óvirka.
Sprengjan sem bresk flugvél hafði sleppt á sínum tíma fannst á byggingarsvæði nærri lestarstöðinni í gær. Lögreglan rýmdi svæðið í morgun.
Fólki var hýst í ráðhúsinu á meðan unnið var að gera sprengjuna óvirka. Það mun vera fremur algengt að rekast á ósprungnar sprengjur í Þýskalandi.
Ekki varð ég var við neitt, enda var ég ekki í Potsdam í morgunn, en alltaf gaman að lesa æsifréttir frá Íslandi um það sem er að gerast í mínu nánasta umhverfi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli