miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Api

Ég heiti Kristján, ég er api. Ég held að það væri ekki vitlaust að fá sér myndasíðu. Annars er ég á Íslandi og nenni ekki að blogga mikið þar, vegna takmarkaðs aðgangs að neti og vegna þess að flestir sem lesa þetta blogg eru í Ísafold og við erum að æfa saman á hverjum degi.

En annars er það að segja að Ísafold gengur vel, Helga brillerar á mandólíninu og ég og Ingi Garðar tökum klassíska gítarinn í nefið. Verkið hans Hauks lofar góðu, mikið páver stykki.

Svo á hún Guðný stórafmæli á föstudaginn, við stefnum á að snæða á matsölustað í tilefni þess.

Ég heiti Kristján, ég er api.

Engin ummæli: