fimmtudagur, júní 29, 2006

30 ár

Í dag er ég 30 ára gamall. Það er víst stórafmæli en einhvern veginn finnst mér afmæli verða meira og meira hversdagslegt fyrirbæri þeim mun fleiri sem ég upplifi. En Guðný eldaði svaka fínan brunch og var með köku tilbúna svo þetta var ekki hversdagslegur morgunn, mjög notarlegur morgunn. Svo förum við fínt út að borða í kvöld.

Þá held ég að ég fari bráðum að verða fullorðinn!

Engin ummæli: