laugardagur, júlí 08, 2006

Ferðalag

Við Guðný fórum seinasta fimmtudag á bílaleigubíl til Köben að ná í dótið mitt. Komum í gær. Ótrúegt en satt en við náðum að flytja allt úr íbúðinni niður í bíl bara 2 saman. Það var bara enginn heima þetta kvöld. Við vorum líka frekar óvænt að þessu þar sem við komumst að því að ferjan var fullbókuð dagana eftir heimsmeistarakeppnina, svo við drifum bara í þessu. Björgvinn pabbi Helgu og Bendik (píanisti) og auðvitað Helga hjálpuðu svo að bera þegar við komum til Berlínar, það munaði sko mikið um þá hjálp.

Þetta var nú bara fjör þótt maður hafi orðið mjög þreyttur eftir keyrsluna. Maður er líka búinn að kynnast því að keyra á hraðbrautum og í erlendum bæjum, enda vandmeðfarið að keyra 7 metra langan bíl í umferð þar sem maður þarf að passa upp á hjólaumferðina líka, frekar erfitt í fyrstu, en kom hratt.

...og Tóti, hlakka til að heyra í þér!

Engin ummæli: