mánudagur, júní 26, 2006

Komisch?

Fór í gær á Kómísku Óperuna (eða svo heitir eitt óperuhúsið aaf þremur í Berlín) og sá og heyrði sýningu á Lady Macbeth von Mzensk eftir Schosta. Uppsettningin á þessu var frekar þurr og óspennandi og stefna þessa óperuhúss er að þýða öll lýbrettó á þýsku og hafa enga tekstavél, það hjálpaði mér ekki mikið. Hljómsveitin var nú ekki alveg á sama standard og BF, stundum var hávaðinn óbærilegur, enda lítill salur.

Á morgunn hitti ég strákana í Türüm sem er lítill tónleikasalur, það verður spennandi að sjá salinn. Ég hef hug á að taka þátt í þeirri starfsemi.

Í gær hitti ég Rainer nokkurn sem er tónskáld hér í Berlín og mun ég spila verk eftir hann á Randspiel festival í september. Verkið lítur ágætlega út en það er mjög frjálst sem gerir það auðvitað erfitt að fá heildarmyndina góða. En við sjáum hvað setur.

Mér finnst ótrúlegt hvað margt hefur gerst á stuttum tíma svo ég er bara bjartsýnn á framtíðina hér í Berlín. Tungumálið kemur samt ekki af sjálfu sér.

Ég heyrði masterclass þar sem tríó Guðnýjar og Helgu spilaði og það með stæl. Enda lifnaði yfir kallinum miðað við hvað hann var daufur hjá hinum grúppunum. Þær kunna þetta!!

Engin ummæli: