Tónskáld sem eru í sæti 1-2-3-4
Bach - Beethoven - Mahler - Mozart
Tónskáld sem ég er alveg að uppgötva
Debussy
Eins og sjá má þá er greinilegt að þýska menningin ríkir sterkt í mér. En ég fékk í fyrsta sinn virkilega skilning á því sem er áhugavert í tónlist Debussy's. Ég hef alltaf vitað og heyrt að það er spurning um að njóta litadýrðarinnar en aldrei upplifað nautnina að hlusta á litadýrðina. Mér finnst/fannst þessi tónlist oft standa í stað og ekki segja mér neina sögu. En þegar ég heyrði Lucerne Festival Orchester spila Debussy var sem nýr heimur hafi opnast mér. Hvílík litagæði! Ég held að ástæðan fyrir því að ég hafi aldrei náð að njóta þessara gæða í tónlist Debussys sé að það er erfitt að finna flytjendur sem geta gert þetta nógu og vel.
Tónskáld sem ég er ekki búinn að uppgötva ennþá
Anton Bruckner
Ástæða þess að ég fíla ekki Bruckner er að ég heyri bara orgel músík útsetta fyrir hljómsveit þegar ég hlusta á tónlistina hans og það nær mér bara ekki. En það er samt ein sinfónía sem hefur náð mér og það er 7unda. Svo getur hann samið fyrir kór ágætlega en hljómsveitaútsetningarnar eru bara register orgelsins sett í raddskrá. Ég myndi kalla hann minimalistískan organista sem finnst gaman að útsetja fyrir hljómsveit. Jæja, Jói og Bjarni...fræðið mig...sýnið mér ljósið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli