fimmtudagur, maí 04, 2006

Blóð sviti og tár

1. Blóð

Ég tók strætó 2A heim í dag. Hann stoppar við Konsertsal Radíóhljómsveitarinnar en þar get ég svo tekið Metró restina. Þegar ég kom út úr strætó leit ég til hægri (vegna þess að maður stígur beint á hjólastíg og verður að vera var um sig). Það sem ég sá var gömul kona sem var að ganga yfir götuna hrapa fram fyrir sig á hjólastíginn með hausinn á gangstéttakantinn. Hún hreyfði sig ekki meira. Ég var ekki viss hvort hún væri hreinlega dáin eða bara of meidd til að hreyfa sig eða rotuð eða eitthvað. Ég gékk í áttina að henni en sem betur fer voru fleiri með samúð og voru fyrri til. Hún virtist vera á lífi en greinilega ekki alveg í lagi. Ein konan tók þá upp gsm síma og reyndi að hringja í 112 (var lengi að fatta hvernig ætti að hringja úr þessu flókna tæki, ég varð pirraður, bauðst til að hringja en þá var hún loksins kominn með þetta). Allt í einu rennur blóðpollur undan andliti gömlu konunnar, þetta var eins og í bíómynd eftir að einhver hefur verið skotinn í hausinn. Pollurinn stækkaði óhugnalega hratt. Ég hljóp inn í konsertsal og náði í rúllu af klósettpappír svo hægt væri að þrýsta á sárið. Sjúkrabíllinn var ógeðslega lengi að koma...svona 6-7 mínútur sem er fáránlegt því þetta er mjög miðsvæðis. Hann hefði átt að vera svona 3 mínútur. Sjúkraliðarnir gengu í hægum skrefum að konunni og voru bara ekkert að flýta sér, ég ætlaði að deyja úr pirringi...djísus. En þeir sáu svo um hana, ætli hún hafi ekki misst tæpan líter af blóði á götuna.

2.Sviti
Ég var í tíma sem var bara sveittur. Kennarinn minn er svo ógeðslega strangur og dónalegur við mig þessa dagana og lítið þolinmóður. Hann fór yfir strikið í seinasta hóptíma og núna var hann mjög leiðinlegur, talar alltaf mjög niður til mín eins og ég viti ekkert hvað ég sé að gera og hvað þetta gangi út á. Ég varð svo pirraður og leiður eftir tímann að ég gat ekki einbeitt mér meira, fór heim og sá þá einmitt blóðbaðið.

3.Tár
Mann langar nú bara að gráta á svona dögum.

Engin ummæli: