mánudagur, maí 29, 2006

Berlin

Þá er ég farinn til Berlínar í smá tíma. Fyrir utan þann stóra kost að geta verið með Guðnýju verður auðvitað slatti af tónleikaferðum. Einn bassaleikarana úr BF er að halda sólótónleika í fíharmoníuhúsinu og svo eru auðvitað BF tónleikar. Svo ætlar Guðný að fara með mig og pabba sinn (sem kemur í eins dags heimsókn) á tónleika með sellósnilling, 17 ára gaur.

Fyrsta skrefið í flutningunum er að nú tek ég með hálft dvd safnið mitt. Stúlkunum til mikillar gleði.

Annars hefur verið æðislegt að vera í Köben núna, öll famelían kom á tónleikana mína svo eftir tónleikana hefur maður ekki snert bassann og bara verið í fríi með fjölskyldunnni. Meira að segja afi (86 ára) kom til danmerkur og var í svaka stuði.

Engin ummæli: