föstudagur, júní 02, 2006

Canon EOS 350D

Er nýja leikfangið mitt. Ég gaf mér það í afmælis og útskriftargjöf. Ég verð nefninlega þrítugur þann 29.júní og stefni á að vera í Berín þá, jafnvel alfluttur frá Köben. Úff, ég hélt það myndi aldrei koma að því að ég saknaði að tala dönsku. En ég sé og heyri að ég verð fljótur að læra þýsku, verð bara að sinna því mikið í fyrstu. En ég er sem sagt búinn að taka mikið af myndum bæði eftir prófið mitt og hér í Berlín og ég held það komi nú að því að maður setji svona best of hér á bloggið bráðum. Nenni því ekki núna því myndirnar eru í tölvunni minni og ég blogga í Guðnýjar tölvu. Geri það þegar ég er kominn aftur til Köben.

Annars er bara stuð að vera í Berlín.

Engin ummæli: