laugardagur, maí 27, 2006

Postpróf fílíngur (stolinn titill)

Tónleikarnir gengu fínt, þótt margt hefði klúðrast þá var heildarútkoman sterk og fékk góða einkunn og umsögn. Það eina sem kennarinn minn sagði var að hann hefði verið rosalega ósáttur við 2.kaflann í Koussevitzky...gott að fá það sem eina kommentið eftir lokaprófið sitt frá kennaranum sínum...kallinn er náttúrulega snar.

Engin ummæli: