miðvikudagur, apríl 26, 2006

Hann Woody minn Allen

gerði mynd sem heitir Match Point og er í bíó núna í Kaupmannahöfn. Ég geri ráð fyrir að Íslensk bíóhús sýni ekki þessa mynd þar sem hún jaðrar við að vera menningarleg og eins og allir heilbrigðir viðskiptajöfrar vita þá er menning drasl sem græðir ekki peninga.

Allavega, þessi mynd er snilld eins og allar myndir meistarans. Enn merkilegra er að hún er alls ekki svo W.Allen-leg. Hann leikur ekki í henni sjálfur, hún gerist í London og ekki New York og það er engin týpa í myndinni sem líkist Woody.

Í stuttu máli sagt er heimspekin á bak við þessa mynd að lífið sé byggt að mestu á heppni/óheppni og að við stjórnum lífum okkar miklu minna en við viljum halda.

Það er einmitt skemmtilegt að segja frá því að ég hef aðhyllst þessa hugmynd meira og meira seinustu 2 árin. Enda margt búið að gerast seinustu 2 árin sem ég skil varla afhverju hefur gerst, bara gerðist.

Engin ummæli: