Ég hef á minni ævi farið á 4 Berlínar Fílharmóníu tónleika og í 2 af þeim skiptum sat ég við hliðiná eldri konum sem voru búnar að fara í fínni fötin. Ég spjallaði við þær báðar og komst að því að þessar konur njóta þess svo mjög að hlusta á góða tónlist. Þær höfðu ekki hundsvit á afhverju þessi hljómsveit er svona góð eða að hún væri betri en aðrar sveitir. Þær komu út af tónlistinni. Önnur átti áskrift sem ég komst að því ég hafði keypt hinn miðann hennar þar sem karlinn hennar komst ekki. Henni var umhugað um hve mikið ég hefði borgað því hún var í raun búin að borga fyrir miðann og fannst ósanngjarnt ef einhver þyrfti að borga fullt verð fyrir hann aftur. Hin konan var arkítekt og hafði líka selt mér hinn miðann sinn þar sem sessunautur hennar komst ekki. Hún seldi mér hann á kostnaðarverði og sagðist ekki þola þessa sölumenn fyrir utan fílharmoníuna sem selja miða á svörtum á okurverði.
Allavega, pointið með þessu er að vel uppábúnar eldri konur eru ekkert endilega á svona tónleikum til að vera snobbarar. En það er örugglega samt það sem fólki dettur fyrst í hug.
Þegar ég hugsa um það, þá hef ég mjög oft á tónleikum sitið við hliðiná eldri konum sem hafa gefið sig á tal við mig. Greinilegt að ég er inn hjá þessari kynslóð.
En það er merkilegt hve vinsæl B.Fíl. er! Það er alltaf hægt að fá miða því það er alltaf verið að selja svart fyrir utan. Hins vegar er alltaf uppselt í miðasölunni á tónleikadegi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli