Eftir Bandaríkjatúrinn hefur mér gengið illa að aðlagast danska tímanum aftur. Ekki nóg með það að ég sofna yfirleitt ekki fyrr en um 4 á nóttunni heldur skiptist yfir í sumartímann í gær sem þýðir að kl.5 um nótt er núna það sem var kl.4.
Mér tókst þó að vakna um 9 í dag og svo kemur Bjarni í heimsókn á eftir og verður út vikuna svo ég treysti á að hann bjargi mér. Breiði yfir mig á kvöldin og veki mig kl.7 á morgnanna. Enda er Bjarni mikill reglumaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli