Feitilíus gagnrýnir að gagnrýna gagnrýni, þessu vil ég gagnrýna. Nei, það er náttúrulega mjög lágkúrulegt að gagnrýna gagnrýni og ég ætlaði heldur ekki að gera það, en kannski varð þetta óvart að gagnrýni hjá mér. Ég ætlaði bara að láta fólkið í kringum mig vita hvað hann skrifaði.
Ég hlustaði á upptökuna og er svona ánægður með sumt og óánægður með annað. Það er bara svo ótrúlegt hvað maður er lengi að læra. Ég heyri þarna ýmislegt sem ég taldi mig vera kominn yfir. Jæja, maður verður víst bara að halda áfram að vinna í þessu öllu. En þetta hefur verið ótrúlega góð reynsla, ekki spurning. Hér með gref ég þetta mál í sáttum og held áfram.
Næst á dagskrá er USA ferðin. Við (The Slide Show Secret) leggjum sem sagt í hann 9.mars og spilum verk eftir:
Steina
Joshua Parmenter (Konsert f. kontrabassa og electronic)
Pete Moss
Inga Garðar
Steve Reich (sólóstykki fyrir harmonikku)
John Cage
Það er því nóg að vinna í, og þar fyrir utan er hljómsveitaprojekt hafið. Svo verða skólatónleikar í byrjun mars og ég verð víst að spila eitthvað þar af útskriftarprógramminu mínu.
Bless
Engin ummæli:
Skrifa ummæli