Að verða betri hljóðfæraleikari/söngvari er ótrúlega merkilegt ferli. Það byggist á því að brjóta sig niður með að viðurkenna fyrir sjálfum sér veikleika sína og ráðast síðan í að laga þá. Sama hve langt maður kemst, alltaf þarf maður að viðurkenna fyrir sjálfum sér veikleikana ef maður vill taka framförum, og stundum getur verið ótrúlega erfitt að lifa í ljósinu og auðvelt og þægilegt að lifa í blindni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli