þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Hvernig gekk?

Þegar ég er búinn að fá smá fjarlægð á Koussevitzky giggið þá verð ég að segja að ég er mjög sáttur. Það var eins og svo oft, aðeins óöryggi fyrstu mínúturnar en þegar ég komst á strik og orðinn heitur gékk allt vel þar til alveg í blálokin, þá var vinstri höndin búin að vera og ég kláraði alla seinustu tónana á þumlinum því annars hefði ég ekki getað klárað, það var auðvitað ekki optimal sound en góð redding á seinustu 2-3 töktunum. Ég gaf eins mikið af mér og ég held ég ráði við í augnablikinu og ég vona að það hafi komist til skila og gert eitthvað fyrir fólkið í salnum. Það er nú það sem þetta gengur út á.

Mér er sagt að hljómsveitin hafi drekkt mér svoldið í fyrsta kaflanum en jafnvægið á milli okkar orðið betra þegar leið á.

En það sem mestu skiptir er að ég skemmti mér mjög vel á meðan þessu stóð og er mjög þakklátur hljómsveitinni fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.

Jónas Sen var í salnum svo ég býst við að það komi gagnrýni í moggann á næstu dögum. Spennandi! Mjög gott að fá kalt mat, eina leiðin til að bæta sig. Þótt það sé svoldið klikkað að það verði opinbert. Það er nú bara heimurinn sem við lifum í og það er eins gott að byrja venjast því að fá gagnrýni.

Guðný spilaði líka Elgar með ótrúlegum glæsibrag, þar var sko ekkert látið undan. Frábær helgi! Afkastamikil!

Engin ummæli: