miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Æfing með SÁ

Þetta gékk allt í lagi en eftir að hafa hlustað á upptöku af æfingunni þá komst ég að því að margt þarf að laga hjá sjálfum mér. Hljómsveitin var svoldið hæg miðað við mín "heima að æfa" tempó en það kemur eflaust á generalprufunni. Við þurfum að venjast að spila saman. En allavega hlakka ég bara mjög mikið til að dúndra þessu kusu-viský (er það mjólk?) yfir áheyrendur....oj, hljómar illa. Ég hlakka til að spila, frekar! :)
Það virðist alveg heyrast í mér þrátt fyrir að kontrabassi sé yfirleitt frekar máttlaust sólóhljóðfæri...jæja, blaður blaður, best að tala minna og gera meira.

Engin ummæli: