Verkið hans Steingríms Rohloffs er að púslast saman enda er æft á hverjum degi, nánast eingöngu það stykki. Ætlum að spila það á skólatónleikum 7.mars. Annars er bara mjög mikið að gera og blogg situr á hakanum næstu dagana.
Um daginn skein sólin og það var hægt að finna smá hlýju frá henni ef maður var heppinn. Þann dag vaknaði ég glaður því það kom birta inn um gluggann minn, en það var bara fölsk von. Í dag snjóar á fullu og er dimmt. Eins gott að vorið sé komið í Seattle, nenni ekki meiri kulda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli