Ég veit ég var búinn að lofa bloggleti en það kom yfir mig skyndileg þörf til að blogga.
-Lífsspeki og Shawarma-
Fyrst af öllu fyrir þá sem ekki vita hvað shawarma er, það er það sama og kebab eða döner. Shawarma er tyrkneska orðið, kebab er araba orðið, að öðru leiti er þetta sama tóbakið. Þegar ég fer á shawarmastaðinn minn og kaupi mér pizzu eða annan skyndibita fæ ég yfirleitt ýmsa lífsspeki í kaupbæti. Þannig er að ég er mjög oft þreyttur eftir daginn og nenni ekki að elda, fer þá á þennann stað og eigandinn þekkir mig orðið nokkuð vel og við spjöllum yfirleitt svoldið. Seinast fékk ég að vita um það hvernig maður hagræðir lífinu öðruvísi eftir að maður eignast börn. En hjá honum hef ég lært ýmislegt um lífið, yfirleitt eitthvað sem ég veit nú þegar en samt, gaman að þessu. Þegar ég sagði honum mín plön um að flytjast til Berlínar sagði hann mér að konurnar ráði alltaf.
-Laun-
Var að fá 2000 dkk. á svokallaðan fríreikning eftir vinnu hjá útvarpshljómsveitunum tveimur. Alltaf gaman að fá penge.
-Budvar og Mahler 2.sinfónía-
Nú er ég kominn heim eftir langa æfingu með Evu og þreytan er að leka af mér. Til þess að slaka á hef ég valið að fá mér Budweiser Czech og horfa á dvd-ið með Mahler 2 með hinni ótrúlegu hljómsveit Lucerne Festival Orchester og meistara Abbado. Abbado er tvímælalaust uppáhalds stjórnandinn minn. Hann er alltaf með sitt mjúka sound og fullkomið samspil, ich liebe es.
-Frí frá stuntkonkurrence-
Ég fékk í dag bréf um að ég fái leyfi frá stuntkonkurrence sökum USA og Canadaferðarinnar. Þar kom fram að þetta leyfi væri einstaklega óvenjulegt og í flestum tilfellum ekki gefið en þar sem faglegur ábyrgðarmaður keppninnar (Ole Henrik Dahl) hefði gefið sitt samþykki og þar sem þetta hefði með tónlistarferil minn að gera þá var þessu hleypt í gegn. Fallegt af þeim!
-Músík-
Mér finnst gaman að vera tónlistarmaður en það er fjandi erfitt og mikið álag á sálina. Markmið mín eru svo miklu fjær mér en ég hélt. Ég skal, ég ætla og ég get!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli