fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Fokkings Eib í gangi.

Gaurinn fyrir neðan mig er að eiba. Það er einhver í heimsókn hjá honum og hann skammast og stappar fótum og gengur um með látum svoleiðis að allt hristist í minni íbúð. Ég geri mér ekki grein fyrir því hverju hann er að eiba yfir núna, en þetta er einhver sjúklingur, það er á hreinu. Hann er allavega mikill alki og er mjög skrítinn. Venjulega er hann með læti á nóttinni, ekki músík, heldur æpandi og lemjandi í borð eða eitthvað, svona eins og hann sé að horfa á íþróttaleik í sjónvarpinu og hans lið sé að tapa. En einstaka sinnum fær hann gest og þá verður allt vitlaust. Maður þorir varla að fara fram því maður býst alveg eins við því að mæta manni vopnaðan hnífi, allur upptjúnaður á kókaíni eða eitthvað.

Hann hefur tvisvar tekið kast út af mér því hann þolir ekki klassíska tónlist, óperutónlist er alveg sérstaklega óþolandi. Þá tekur hann upp á því að eiba kl.5 á nótttunni og reyna mjög vísvitandi að vekja mann með þessum látum. Liklegast vaknar öll blokkin en enginn gerir neitt í málinu því hann er án efa stórhættulegur þegar hann er í þessum köstum.

Svo ef maður mætir honum á ganginum á björtum degi, þá er hann hinn kurteisasti. Heilsar en drífur sig samt út eða inn eftir því á hvaða leið hann var. Greinilega vill ekki láta mikið á sér bera, nema þegar hann er í eibstuði.

Engin ummæli: