mánudagur, janúar 23, 2006
Sjálfstjórn
Afhverju er það þannig að á morgnanna hefur maður ekki rænu á að stjórna sjálfum sér. Þegar maður býr einn og þarf í sjálfu sér ekki mæta neinstaðar á morgnanna nema til að æfa sig (og það er nú eitthvað sem ég þarf) þá kemur maður sér ekki framúr snemma, kannski uppúr 10 en fyrr er bara ógeðslega erfitt. Ég meina afhverju getur maður ekki pínt sig á morgnanna. Á morgnana þegar vekjaraklukkan hringir þá man ég ekki einu sinni hvað ég er að gera í þessu lífi, eina sem ég hugsa er að slökkva á klukkunni svo ég geti sofnað sem fyrst aftur...hjálp! Hver af ykkur er dr.Phil og getur hjálpað mér. Komið með trixin!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli