Það hefur seinustu daga verið kvartað undan því að það heyrist ekkert í mér á Skypinu svo ég fór í litla tölvubúð (svona kjallari með þykkum sígarettureyk og illa verðmerktum rykföllnum vörum) og keypti mér nýtt headset en ekki nóg með það, heldur fékk ég mér vef-myndavél í leiðinni. Það versta er að það eru svo fáir komnir með svona og það er ekkert varið í að aðrir sjái mig þegar ég sé ekki þá. Annars eru þessar myndavélar óttarlegt drasl, höktir mikið, og það hefur ekkert með nettenginguna að gera, bara myndavélin sjálf. En ætli maður geti ekki búist við einhverju fíneríi eftir 2-3 ár. Allavega er verið að bjóða 24/1 mbit tengingu á sama verði og ég er að borga núna fyrir 1 mbit/256 kbit sem þýðir að eftir 2-3 ár verða allir komnir með ofurtengingar og allar tengingar ráða við vandaðar myndavélar. Þá verður líka auðvelt að hafa hljóð og hreyfimyndir á heimassíðum því gæðin geta verið nánast full.
Þarf að fara á æfingu. Bless!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli