þriðjudagur, janúar 24, 2006

Klukkaður, aftur

Einhverntíma var ég nú klukkaður en þetta virðist vera eitthvað nýtt og aðeins öðruvísi þannig að ég læt flakka.

A.Fernt sem ég hef unnið við

1.Unglingavinna
- Felst í því að forðast það að láta eldri borgara sjá mann liggja í leti.
2.Bera út Dagblaðið og Vísi.
- Svaka samkeppni í að selja aukablöðin sem voru fjögur
3.Afgreiða í byggingavöruverslun og sjá um ýmislegt þar.
- Byggingavörum ehf. sem afi minn átti
4.Spila í Sinfóníuhljómsveit
- Þegar hljómsveitin í heild er góð þá er sko gaman

B.Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur (og geri)

1.National Lampoon's Christmas Vacation
2.Allar Woody Allen myndir, eða flestar
3.Mulholland Drive
4.The Big Lebowski

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér finnast skemmtilegir:

1.Friends
2.Futurama
3.Simpsons
4.Family Guy

Fjórar bækur sem ég get lesið aftur og aftur

1.Herra Kjáni (sérstaklega af því að hún er stutt og með stóru letri)
2.Evrópskir Sérréttir (uppskriftabók með ýmsum myndum og upplýsingum um Evrópskar hefðir)
3.Svalur og Valur (allar bækurnar sem ég á)
4.Tinni (allar Tinnabækur sem ég kemst í)

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

1.Orrahólar 7 (Breiðholtið)
2.Safamýri 21 (108 RVK)
3.Miðvangur 155 (Hafnarfjörðurinn)
4.Gammel Kongevej 172b (Frederiksberg, Danmörk)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

1.Feneyjar
2.Flórens
3.Berlín
4.Mallorca

Fjórar síður sem ég kíki daglega á:

1.Mín eigin til að athuga komment
2.Guðnýjar Blogg
3.Helgu Blogg
4.Elfu Blogg

Fernt matarkyns sem ég held upp á:

1.Ég elska pastarétti sem eru vel útilátnir. T.d. með vel steiktum lauk, gulrótum, salthnetum, sveppum sem búið er að steikja upp úr smjöri og salta, hvítlauk, setja svo tómatpastasósu og setja með henni nóg af grænu pestói. Hafa með þessu kartöflur sem eru ofnbakaðar þannig að þær eru stökkar og kryddaðar með salti og rósmarin. Auka meðlæti er einhverskonar salat sem hefur legið í smá stund í hindberjasírupi og blanda út í það mislitum paprikum, fetaosti og rauðlauk.
2.Útigrillað lambakjöt
3.Shawarma með jógúrtsósu og masser af chilli
4.Vel kryddaðir kjúklingaleggir

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:

1.Í fríi með Guðnýju á hlýjum stað, helst á vindsæng eða á teppi á strönd.
2.Á tónleikum með Berliner Philharmonic
3.Á æfingu með S.Á. (í kvöld)
4.Íbúðinni minni áður en það varð drasl í henni

Fjórir bloggarar sem ég klukka

1.Guðný
2.Helga
3.Jói trompet
4.Stefán Arason

Engin ummæli: