mánudagur, janúar 16, 2006

Berlín-Köben

Mahler var æði. Þetta voru fáránlega góðir tónleikar, ég meina Mahler 6 sem ég spilaði með Radio Orkester var eins og barnaskólaperformance við hliðiná þessu. Söngkonan var það eina sem ég var ekki sáttur við, hún var með þröngt hratt víbrató sem er ekki óalgengt hjá söngkonum sem taka að sér létt og virtúósísk hlutverk. Passaði engann veginn inn í dramatík Mahlers. En hún átti samt áhrifaríka innkomu. Það voru læti í pákuleikararnum og bössunum sem endaði í stóru tutti og svo róaðist allt niður og 4 kafli byrjaði. Söngkonan kom inn í látunum og ég var svo upptekinn að horfa á pákuleikarann og bassana að ég sá hana ekki koma inn. Allt í einu var mér litið á Simon Rattle og þá mér til undrunar stóð engill við hlið hans, fögur ljóshærð kona í skínandi hvítum kjól...rosaleg innkoma. Þetta var víst eiginkona Simons. Hmm! Hvernig fékk hún djobbið?

Bassarnir í B.Ph. eru svo óþolandi fáránlega góðir, þeir spila svo hreint og ótrúlega stórann skala af dynamík að ég græt í svefni.

Berlin er alltaf æði, ég fíla borgina ógeðslega vel. Við Guðný höfðum það virkilega gott saman, svo reyndi ég að setja saman ikea skáp fyrir hana og snéri einni plötu vitlaust sem þýðir að hún þarf að taka hann í sundur og byrja upp á nýtt...snilld! Ég lendi alltaf í þessu með ikea vörur, einn hlutur fer vitlaust inn og það uppgötvast þegar seinasta platan á að festast við og þar með allt í rugli. Typisch!

Engin ummæli: