Ég elska launaseðla :-) Fékk einn áðan.
Spilaði Paganini á tónleikum í skólanum í gær, það gékk ágætlega en vil nú samt gera betur...eins og alltaf. Eftir að nýir bassanemar komu í konsið, aðalega skiptinemarnir tveir og svo einn nýr sem fór beint inn á 4 ár hefur standardinn í bassaklassanum hækkað gífurlega. Þ.e.a.s. þeir sem drógu standardinn niður eru orðnir miklu betri og nýju nemarnir eru á háa standardinum, þannig að nú eru bassatónleikar í skólanum bara góð skemmtunn og ekkert vandræðalegt, enginn lélegur sem engist um af pínu á sviðinu og spilar örfár hreinar nótur og heilan her af fölskum. Mjög inspírerandi bassaklassi!
Eftir tónleikana sagði kennarinn minn "Nå! Du vokser op"...hehe, mér fannst það frekar fyndið, en honum finnst ég sem sagt vera farinn að spila músík þegar ég spila og ekki vera fastur í tækninni. Ég held satt að segja að við séum að verða vinir svei mér þá, það hefur alltaf verið bil á milli okkar sem einkenndist af kennara/nemanda virðingu. Kannski af því ég er að fara að útskrifast í vor og eftir það verðum við kollegar og ekki kennari/nemandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli