mánudagur, desember 05, 2005

Bjarni Frímann

Bjarni Frímann er drengur góður, hávaxinn og þrekinn og stekkur hæð sína í lofti í fullum herklæðum. Hann kenndi mér að til að semja góða tónlist þarf saltbaukurinn að vera í treflinum. Hvar væri ég í dag ef ég hefði aldrei kynnst Bjarna?

Ég held að ég sé að verða lasinn eins og allir, Guðný heldur því fram að ég hafi smitast af hennar veikindum í gegnum skypið. En kannski er það bara út af því að ég hef meira að gera en er hollt. Spila á tónleikum að meðaltali annan hvern dag þar til jólafríið kemur. Það verður samt að viðurkennast að það er drullugaman að hafa mikið að gera.

Engin ummæli: