þriðjudagur, desember 13, 2005

Gil Shaham

Það upplýsist hér með að Gil Shaham er uppáhalds fiðluleikarinn minn. Svona fyrir utan Helgu Þóru og Elfu og Ara og þið vitið, þessa heimsins bestu. En Allavega er Gil með ótrúlegt rjómasánd sem fær mig til að gráta og þar fyrir utan er honum full alvara þegar hann spilar, það er allt upp á líf og dauða. Ég keypti í gær dvd með honum og Berlínar fílnum að spila Brahms og ég verð að segja að verkið er ótrúlegt með honum, eins og mér finnst það óáhugavert á dvd-i sem ég á með Berlínar fílnum og Itzhak Perlman. Líka ótrúlegt hvað sándið í hljómsveitinni er miklu betra þegar hann er einleikarinn. Merkilegt! Hvað eftir annað fæ ég vímukippi eða hristi hausinn segi shit eða vá yfir því hvað gaurinn getur endalaust búið til töframoment. Ég vil spila svona á bassann minn.

Athugið þennan snilling.

Engin ummæli: