þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Maður spyr sig

Tvær æfingar með Underholdings búnar og gengur ágætlega, en Rossini er svo virtúósiskur og það eru svo margir hraðir staðir að æfa, þar fyrir utan er maður ekki í neinni rútínu í hljómsveitaspili og óperur eru svo mikið fram og til baka í tempóum. Ég hef nánast ekki tíma til að æfa neitt annað en þetta. Samt þarf ég að æfa Paganíni variationavirtúósaverk fyrir tónleika þann 9.des, prufuspilsparta og konserta fyrir Malmö þann 25.des, aðra prufuspilsparta en sömu konserta fyrir Helsingborg þann 2.des. Messias e. Händel fyrir desember og verkið hans Steingríms fyrir dúóið. Hvernig finn ég tíma fyrir þetta eða enn fremur, hvernig finn ég ORKU fyrir svona brjálæði...maður spyr sig!

Annars bað stjórnandinn bassana og fagottið að spila stað (ath. þetta er lítil hljómsveit, 3 bassar) sem er virtúósískt hlaup. Hann sagði, hlustum nú á bassana og fagottið spila þennann stað því þetta verður að komast í gegn. Við fengum auðvitað smá sjokk, spiluðum svo og það var klappað og fótum stappað, bassarnir gátu farið stoltir af þessari æfingu. :)

Engin ummæli: