Kom frá Berlín í dag. Búinn að eiga rúma viku hjá Guðnýju og Helgu, var mjög gaman. Keypti mér barstól í Berlín, svona í staðinn fyrir bassastól, enda er nóg að ferðast með venjulegan farangur og kontrabassa. Alltaf gott að eiga barstól í Berlín.
Nix Noltes spiluðu í Berlín sem var frábært, þau eru bara meiriháttar band. Ég gat ekki annað en keypt diskinn þeirra sem ég svo týndi seinna um kvöldið :S
Á morgunn er svo fyrsta æfing á Öskubuskunni hans Rossinis, þar fyrir utan var ég að fá partana fyrir Malmö prufuspilið og þeir eru talsvert margir og nokkrir sem ég hef aldrei spilað áður svo það er mikil vinna framundan (Malmö prufuspilið er fyrir 1.sólóstöðu og 2.sólóstöðu, haldið 25.nóv). Í fyrsta skipti fæ ég parta fyrir ensamble playing sem þýðir að ef ég kemst alla leið þá er seinasti hlutinn að spila í ensamble, og þá er spilað úr Othello e.Verdi (Bassar einir með viðkvæmt sóló) og Divertimento e.Mozart. Ég geri ráð fyrir að maður spili þá í strengjakvintett í því.
Þyrfti að æfa mig í kvöld en er eitthvað þreyttur eftir rútuferðina í dag, sjáum hvað setur.
Allavega, Pizza í kvöldmat er alveg málið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli