miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Mikilvægar upplýsingar

Eftir að hafa horft á Die Hard 2 í kvöld fór ég á netið og fletti upp á Bruce Willis á netinu. Ég komst að því á heimasíðunni hans að hann er eins og barnslegur unglingur, langar t.d. að þjóna þjóðinni sinni með því að fara í herinn en komst síðan að því að hann er of gamall. hmm ALLAVEGA! Die Hard 4 er á leiðinni. Þar fór Die Hard pakkinn minn, ég sem var svo stoltur af að eiga allar 3 í einum pakka. Samt! Þar sem þessar myndir voru ofarlega á lista hjá mér þegar ég var ungur þá eru þær það enn og verða alltaf því ég er og verð alltaf ungur...eins og Björn Bjarnason.

Engin ummæli: