Mahler gekk vel, og var auðvitað mjög skemmtilegt. Bjarni Frímann mætti á tónleikana, gaman að því.
Underholdings hljómsveitin hringdi svo til að biðja mig um að spila tveimur fleiri sýningum af Öskubusku en áður var samið um. Það var nátturulega frábært, skemmtilegra að fá að spila þetta á fleiri tónleikum fyrst maður er annað borð að æfa þetta, og auka peningur :)
Guðný var hjá mér sunnudag til þriðjudags sem var yndislegt. Sakna hennar strax aftur...það lítur ekki út fyrir að við náum að hittast neitt fyrr en á Íslandi í jólafríinu.
Er að hlusta á "Wachet auf, ruft uns die Stimme" e.Bach á meðan ég skrifa þetta blogg, tónlist eftir Bach og Händel er nefninlega eina jólaskrautið sem ég á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli