Tónleikar á eftir, Mahler 6...svíkur engann! Þetta er búin að vera hvílíkt erfið vika, Mahler er mjög erfiður og þar sem ég fékk fyrst að sjá nótur á fyrstu æfingunni er ég búinn að eyða kvöldunum mínum í að æfa Mahler. Það er ekki létt að vera í atvinnubandi, 3 æfingar generalprufa og tónleikar á svona verki. En þetta gengur ágætlega og er mjög gaman.
Í fyrramálið er það svo prufuspil í Malmö óperunni og Mahler tónleikar aftur um kvöldið.
Með allt þetta á herðum mér (ásamt því að hafa farið í bassatíma í vikunni) fer ég út úr húsi kl.8 á morgnanna og kem heim um miðnætti, dauðuppgefinn.
Síðan er það smá gigg um helgina, sem er mjög vel borgað miðað við tímann sem fer í það. 2 tíma æfing á laugardeginum, generalprufa og tónleikar á sunnudeginum, 2000 kr. (sko danskar). Átti fyrst að vera 1500 kall en hækkaði skyndilega í 2000, ekki verra!
Fékk líka borgað frá underholdings eftir 3 æfingar og það var fáránlega mikið miðað við 3 æfingar, en sem betur fer því þótt tímakaupið sé hátt þá er ég líka búinn að æfa ógeðslega marga tíma til að undirbúa mig.
Svo fer bráðum að koma Messías törnin, og skólatónleikar þar sem ég á að leika einleikstónverk eins og mesti virtúós, en sjáum til hvernig það fer. Ég myndi nú kannski frekar geta spilað valda staði úr Mahler 6 og Öskubusku eftir Rossini.
Best að vaska upp og skella sér svo í kjólfötin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli