mánudagur, október 31, 2005

Hilmir snýr heim

Jú! Hér endar hin stórkostlega saga af sóló míó söng kontrabassaleikarans. Gaurinn lét mig fá vax í hárið til að ég gæti verið nógu og kjánalegur um hárið og svo klæddi ég mig kjánalega líka. Vaxið leit út eins og skó-áburður einhver og ég næ því ekki almennilega úr hárinu, búinn að þvo með shampoo 4 sinnum í morgunn en enn eru restar í hárinu.

Eftir verkið fékk (il grand tenor) mikið hrós héðan og þaðan og öllum fannst þetta svo "fedt". Egóið mitt fékk þá allavega að skína þótt það hafi ekki verið á mínum eigin forsendum. Ég sé ekki betur en að ég sé að verða eins og nafni minn Kristján Jóhannsson, il grand tenor con grand ego.

Ég sagði tónskáldinu að 10 nóv yrði ég í Berlín (en þá voru planaðir aukatónleikar) og hann sagði "nú! æjæj, þá verð ég bara að skrifa sólóverk handa þér fyrir annað tæifæri", uhh! vil ég það.

Ég verð að viðurkenna að ég hafði lúmst gaman að þessu öllu saman en ég hef samt ekki áhuga á að spila verk eftir þennann gaur á sömu tónleikum og ég spila verkið hans Huga eða verkið sem Joshua er að skrifa. Mitt plan er að gefa út disk með verkunum sem eru skrifuð fyrir mig og áhugaverðum verkum eftir þá sem ég þekki eins og t.d. dúel eftir Halla og verk eftir Helmut Zapf fyrir bassa og tape, og þá hef ég ekki áhuga á að hafa svona solo míó verk með, það er ekki alveg að passa inn í þema disksins.

Ég var mjög ánægður með að ég var alls ekki stressaður fyrir þessa tónleika, þótt ég þyrfti að syngja, greinilegt að ég er farinn að venjast því að koma fram, sem er frábært.

Engin ummæli: