föstudagur, október 28, 2005
Söngverk bassaleikarans
Jæja, þá er maður búinn á 2 æfingum í þessu solo mio drasli. Gengur fínt og "tónskáldið" er ánægt með þetta allt saman. Söngurinn er víst ákkúrat eins og hann hafði hugsað hann. En ég get ekki verið fúll út í hann því öllum finnst þetta svo fyndið og sniðugt og ég nenni ekki að vera félagsskítur. Enda er ég sá eini sem þarf að syngja. Í þessu stykki er líka regnhljóð á bandi og það kemur í langri pásu þar sem allir eiga að taka upp regnhlífar og standa stjarfir í smá stund. Klarinettustelpan fer alltaf að flissa og hlæja en hugmyndin er að í gegnum verkið eiga allir að vera mjög alvarlegir og ekki taka þessu sem djóki. Ég meina ég þarf að SYNGJA og þessi klarinettugella getur ekki einu sinni haldið andlitinu við að opna regnhlíf...hvað er að fólki!?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli