föstudagur, september 09, 2005

Suomi

Ég er kominn heim frá Suomi. Það gékk vel að spila, var allavega í stemmningunni og allt það...auðvitað er alltaf hægt að gera betur en ég er sáttur og strákarnir voru það líka. Svo var bara djammað kvöld eftir kvöld. Ég verð nú að segja það að mér fannst íslensku piltarnir standa upp úr. Það var meiri frumleiki og fjölbreyttni hjá þeim. Allir dönsku nemarnir eru að gera nákvæmlega það sama, Bent Sörensen eftirhermumúsík, mis vel. Einn finnst mér þó halda í smá persónuleika og hann ætlar að semja verk fyrir The Slide Show Secret, hmm, sem Eva veit ekki enn enda er hún í Japan, vonandi er hún á lífi, það voru einhverjar hamfarir í gangi þar.

Ég náði morgunmatnum á hótelinu í fyrsta sinn í morgunn, en það var út af því að ég var enn að djamma þegar hann byrjaði. :S Þetta var mikil djammferð og frábær félagsskapur.

Fór í musikki (hljóðfæra og geisladiskabúð) og keypti mér cd með folksongs eftir Berio. Verð bara að láta það koma fram að engin virðist gera þetta eins flott og Gunna, snilld.

Engin ummæli: