mánudagur, september 12, 2005

Ammeríka

Kaninn hann Pete og kona hans Johanna eru í Köben þessa dagana. Hann er eitt tónskáldið sem er að semja fyrir The Slide Show Secret og mun fá okkur út næsta vor. Stefnan er sett á Seattle, Portland og Vancouver. Þá kannski eina í nágrannabæ við Seattle. Pete er alveg frábær gaur og það virðist vera þannig að þeir kanar sem ég kynnist eru yfirleitt mjög skemmtilegir, ekki á neinn hátt yfirborðskenndir og á móti ríkisstjórninni. Prima!

Hljómsveitarprojectið er byrjað. Stjórnandinn er gaur sem einu sinni var kennari við konservatoríið og var rekinn eftir að það komst upp að hann var viðriðinn einhverskonar trúarhóp sem ýtti undir sjálfsmorð. Notarlegur stjórnandi það! Það kom síðan í ljós að hann er ljúfur sem lamb. Ég á að vísu von á því að ef fólk æfir sig ekki fyrir morgunndaginn þá muni hljóðið í honum breytast.

Engin ummæli: