sunnudagur, september 25, 2005

Þýskaland

Þýskaland virðist ráða ríkjum. Í gær hélt ég mínípartý og Rammstein var málið, ég er á fullu að æfa með þýskum boga og tónninn minn stækkar ekkert smá, það lítur út fyrir að ég verði að verða mér út um einn slíkan boga og leggja stund á þýskan boga. Enda er enga vinnu að fá í Berlín ef maður spilar með frönsku tækninni svo þetta er mjög praktískt.

Mínípartýið var fyrir finnsku dömurnar Lenu og Cörlu, Oliver hinn danska og konuna hans Hisayo (japönsk) og að sjálfsögðu Guðnýju og mig. Þetta var mikið stuð og tónlist spiluð ansi hátt :)

Guðný fer í sellótíma á þriðjudaginn í BERLÍN, það þýðir að hún tekur rútuna á morgunn og kemur svo aftur á miðvikudaginn, nær þar með tónleikum hins fræga dúós The Slide Show Secret.

Engin ummæli: