mánudagur, september 19, 2005

Pop-ups

Af einhverri ástæðu nenni ég ekki að blogga neitt sérlega mikið þessa dagana. Það verður að hafa það.

Það lítur allt út fyrir að Joel bassavinur og ofurbassaleikari dauðans ætli að kenna mér að spila með þýskum boga og ég ætla að kenna honum franskan. Að vísu verður það örugglega þannig að eftir 2 vikur verður hann farinn að kenna mér hvoru tveggja. Hann er svo ótrúlega mikið talent að það er ekki jarðneskt. Frábært að hafa svona fólk í kringum sig.

Nú hef ég verið spurður þrisvar á 2 dögum hvort ég muni sækja um sólistaklassann eftir þetta ár!!!! Ég hélt maður þyrfti að vera á Joel's standard til að komast þangað inn. Hvur veit!!! Kannski sæki ég um sólistaklassa í Berlín, með þýskum boga :S

Ég hata pop-ups!

Engin ummæli: