Loksins loksins, ég er mættur aftur í bloggheiminn. Ég hef ekki haft þægilegan aðgang að netinu á Íslandi svo ég hef bara gert það nauðsynlegasta þar. Nú er ég hins vegar kominn í ótrúlega kósý íbúðina mína í Köben. Sólin skín, sumarið virðist enn vera hér. Samt segi ég, Ísland er best í heimi. :)
Ég fer til Finlands á laugardaginn (3.sept) til að spila tvö íslensk bassastykki. Er einmitt að æfa núna verkið hans Halla. Þarf líka að fara að rifja upp Huga stykki, ná flæðinu í það. Ég ákvað að fara heim með allt dótið, nenni ekki að æfa í gráa ljóta skólanum mínum. Það er miklu meira kósý að vera heima. Verð hvort eð er svo stutt hér að ég nenni ekki að eyða tíma í ferðir fram og til baka í konsið.
Jæja, þá hafið þið það. Hef ekki tíma fyrir þetta núna, á að vera að æfa mig.
Kv.Kontri
Engin ummæli:
Skrifa ummæli