Það er held ég óhætt að láta það flakka núna að á netinu að ég á kærustu. Já!!! Það var ástæða fyrir því að ég var svona glaður og hamingjusamur á blogginu um daginn. Kærastan mín heitir Guðný Jónasdóttir og er sætust í heimi. Heppinn ég!! :-) Hún býr ekki í Danmörku. ÓÓÓheppinn ég!!! En hún heldur mér hamingjusömum sama hve langt í burtu hún er frá mér...HEEEEPPINN ÉG!!!! :-)
Ég var að koma frá Íslandi og rokkinu með Sinfó sem var ágætis stuð þótt ég hefði nú alveg frekar viljað spila Mahler 9 sem er næsta project hjá þeim. Þetta var allavega mjög gaman og gaman að kynnast öllum bassaleikurunum betur. Palli gaf mér smá tíma í bogagripi og tækni, Richard lét mig fá rokk-cd og ég lét hann líka fá Velvet Revolver til að brenna...maður er heldur betur að breiða út boðskapinn. Þórir lét mig fá nótur og disk....sem sagt, gæðablóð í bassadeildinni þarna og maður nær auðveldlega til þeirra. Hávi er náttúrulega alltaf sama gæðablóðið, þeir gerast ekki mikið ljúfari en hann. Gull af manni alveg.
Þá er bara að komast að því hvort það sé búið að reka mig úr konsinu eður ei, ætti að vera komið í boxið mitt bréf um það. Finn út úr því í kvöld. Annars nenni ég varla að þurfa að fara í þetta heimskulega kammerpróf en ég ræð engu um það...best að ljúka því bara af.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli