Carla sellistinn sem spilar Schnittke með mér spurði mig hvort ég vildi spila Rossini dúóið og Bottesini dúóið með sér á næsta ári. Hmm!! Það er ekki mjög algengt að sellistar spurji bassaleikara um að spila þessi verk, yfirleitt öfugt. En ef við gerum það þá verðum við með 3 dúó og gætum eflaust fengið úthlutað bæjartónleikum (á vegum skólans). Þetta gæti verið mjög gaman, sérstaklega er ég hrifinn af þessu Bottesini dúói.
Mikið er leiðinlegt að elda fyrir einn! Ég lifi algerlega á Shawarma þessa dagana eða svipuðum óþverra. Er samt að reyna að sýna smá viljastyrk og elda heima, þótt það sé eitthvað einfalt. Maður verður nú að passa upp á línurnar, vill sko lúkka vel fyrir hana Guðnýju, þýðir ekkert annað. Og hvernig væri nú að fara að taka hana Önnu sér til fyrirmyndar og fara að hlaupa og svoleiðis...alveg kominn tími á það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli