föstudagur, maí 20, 2005

Blómstrar blóm í grýttu bergi

Nú er ég búinn að fá að vita hvaða parta og kammer ég á að spila í prófinu mínu. Hljómsveitapartarnir komu furðulega vel út, bara einn partur sem ég þarf að hafa mikið fyrir, hefði getað farið mun verr en það. Kammerið verður bara tríó, enginn Schnittke.

Ravel (einn kafli) - Brahms (1.kafli) - Mozart (1.kafli)

Fór á tónleika í gær með íslenska ofurkórnum Staka. Mjög fínir tónleikar og gaman að djamma á eftir að sjálfsögðu. Óhætt að segja að Svafa hafi farið á kostum i trylltum dansi. Þarna var líka frumflutt verk eftir Stefán Arason og maðurinn sjálfur á staðnum. Mjög skemmtilegt kvöld.

Guðný mín er farin til útlandsins, Prag...útskriftarferð. Það þýðir að msn og skypið verður ekki mjög aktívt þessa dagana, sem er kannski bara gott því ég á að nota þessa seinustu daga fyrir próf í að æfa mig. Svo kemur hún að vísu til mín 31.maí og verður í 6 daga hjá mér...gleði gleði gleði!!

Koussevitsky konsertinn og S.Á. er komið á hreint...það verður 12.febrúar 2006, veit ekki alveg hvernær Guðný spilar með Sinfó, geri ráð fyrir að það verði í febrúar svo þetta verður mikill einleikara-mánuður hjá okkur :) fjör!!

Ætla að taka þetta á tjillinu í kvöld. DVD og afslappelsi, taka svo daginn snemma í fyrramálið. Nóg að æfa...það er fyrst núna að maður nennir þessu prófi, þegar maður veit hvað maður á að spila.

Engin ummæli: