þriðjudagur, maí 17, 2005

Þegar loft lungna minna hlýnar og hjartað slær ört, fara risarnir og dvergarnir á stjá...

Búinn að laga tengilinn þinn Jói, hef alltaf gleymt því!!

Hef ákveðið að vera mjög duglegur fram að prófi til að sýna þessum hálvitum í konservatoríinu hvar Kontri keypti ölið. Hlakka svo til að klára þetta konservatorí og verða minn eigin herra. Næsta ár verður örugglega ágætt samt, fæ inspírasjón frá sumrinu og þarf svo að byggja upp gott sólóprógramm fyrir útskriftina sem ég get svo notað í konsert á Íslandi skömmu seinna. Svo er það víst nokkuð öruggt með Koussevitsky og S.Á. Oliver Kentish leist allavega vel á þetta og nú er bara að velja hvaða tónleikar henti best. Svo er ég meira að segja búinn að redda hljómsveitanótunum ókeypis svo þetta er ekkert mál.

Fór í kammertíma í gær með Schnittke (Fyrsti tími með Schnittke hjá kammerkennaranum mínum). Hann gjörbreytti mörgu, sumt fíla ég ágætlega en annað var bara rugl sko, hann var kominn út í það að bókstaflega breyta verkinu, er ekki alveg með á því. Ég er svona eins líbó með túlkun og maður getur orðið en samt án þess að breyta verkunum. Ég er nátturlega að spila svo mikið útsett dót í kammer en hann nálgaðist þetta á sama hátt, fór bara að útsetja upp á nýtt, hahaha.

Ætla að búa mér til Mahler safndisk núna og sofna út frá ljúfustu Mahler tónunum í nótt.

Engin ummæli: