Æfði mig á meðan lögin í evróvisjón voru spiluð, kom svo heim, opnaði bjór, kveikti á sjónvarpinu og horfði á smá af stigagjöfinni og mér hefur sjaldan leiðst eins mikið. Skellti nátturulega bara Aerosmith í DVD tækið og blastaði. Nú er ég að vísu að hlusta á danska lagið á netinu, hef ekki heyrt neitt nema íslenska lagið, verð að segja að þetta danska er bara mjög grípandi og fínt. Það er eitthvað við grúvið í danska laginu sem ég fíla. Overpródúserað :-) elska svoleiðis!! Fíla t.d. píkupoppið hjá TOTO en aðalega þá soundið, flott stúdíóvinna. Tonn af fólki er ósammála mér núna...hver vill þræta? ;)
Minnispunktur no.1
Ekki drekka bjór ef það er enginn félagsskapur í nánd...djööö!!! Arg!! Langar í partý en veit ekki um neitt...lélegur! :-( Búinn að hringja í fólk og senda sms en borgin virðist sofa í nótt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli