Ég held bara hreinlega að ég hafi slegið í gegn í Seattle. Allavega 5 tónskáld vilja skrifa verk handa mér eða handa dúóinu (Harmonikka/kontrabassi). Spurningin er svo bara hver lætur verða af því. Ég er nokkuð öruggur um að 2 þeirra muni gera eitthvað fyrri dúóið svo er ég að athuga með sólóverk (bassi og tölva) ef Joshua er til í tuskið. Ætli það endi ekki með því að maður komi hingað aftur til að flytja verkin þeirra þegar að því kemur.
Aðaltónleikarnir voru nokkuð vel heppnaðir og fólk var að deyja úr hamingju eftir þá...bara aldrei upplifað annað eins, þetta var eins og rignt hefði í eyðimörkinni. En allir tónsmiðirnir hér segja flytjendur í Seattle vera áhugalausa og tiltölulega lélega eða óspennandi. Þeim fannst við öll nánast snillingar, ég fékk ótrúleg hrós og sérstaklega fyrir spilamennskuna í verkinu hans Úlfars. Þetta kom mér allt í mjög opna skjöldu, bjóst ekki við svona viðbrögðum. Á tónleikunum var gert ráð fyrir 70 manns en það komu um 90 manns sem er víst ótrúlegt miðað við áhugan fyrir svona tónleikum í Seattle. Við vorum öll í vímu eftir þessa tónleika.
Annars erum við að fara á flugvöllinn eftir sirka 2 tíma, förum í loftið kl.19 á sunnudegi og lendum í Köben kl.14 á mánudegi. Klikkun!!! :S Það verður samt gott að koma heim í rúmið mitt og Tuborg ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli