fimmtudagur, apríl 14, 2005

Þú ert drekinn

ó já, nú er ég drekinn. Fékk bréf frá herra mister síra rektor Sten Pade. Svona til að segja aðeins frá honum, hann fylgist ekkert með því sem gerist innan skólans nema á pappírunum. Hann veit ekkert um neinn nema á pappírunum. Hann langar að komast í enn æðri stöðu í þjóðfélaginu og rekur því skólan með heraga og aðstæður skipta hann litlu máli ef reglur eru brotnar.

Bréfið frá rektor fjallar um það að ég hafi ekki mætt í æfingaprufuspil (tekur um 10 mínútur) en það var á sama tíma og ég var í Seattle. Allt er þetta röð óheppilegra tilviljanna. Fyrst, gat ég ekki sótt um orlof því þegar ég fékk svokallað indkaldelse fyrir prufuspilið var þegar of seint að sækja um orlof fyrir þann tíma (það er rosalega strangar og asnalegar reglur með allt svona). Mér fannst þetta nú ekki vera alvarlegt þótt ég missti einu sinni af þessu enda með þeim samviskusömustu í skólanum hvað varðar mætingar í allt. Bað Mads vin minn um að skila til þeirra afhverju ég kæmist ekki, hann varð svo veikur og mætti ekki sjálfur. Þannig að í þeirra augum mætti ég bara ekki og gaf enga skýringu á.

Nú þarf ég sem sagt að skrifa langt bréf um afhverju ég kom ekki og er búinn að fá bréf frá Joshua um hvað við hefðum skapað Konservatoríinu góða ímynd þarna úti, því annars....er ég rekinn frá bassatímum í 3 mánuði...þessi skóli er bara æðislegur :) NOT!!!!!!!!!

Engin ummæli: