miðvikudagur, apríl 06, 2005

Hafnarbolti

GOD BLESS AMERICA! Þessi söngur var hápunktur kvöldins á hafnarboltaleikvanginum. 25.000 áheyrendur stóðu upp með hönd á brjóst og hylltu Bandaríkin með tárvot augun. Ég tók auðvitað þátt. Annars er hafnarbolti bara nokkuð skemmtilegur þegar maður er búinn að læra reglurnar vel. Svoldið hægur enda er margir áheyrendur bara að hanga þarna. Drekka bjór með vinum o.s.fr.

Annars er gaman hér og ég hitti kennara í dag að nafni Barry Lieberman. Spennó! Svo veit ég að kennarinn hans Joshua er að leita að hljóðfæraleikurum til að vera í Seattle í ár, einhverjum sem eru tilbúnir í tilraunastarfsemi.

Engin ummæli: